recipe pic

Vetrarsól

Innihald

Botn:

2 eggjahvítur

80 g sykur

1/3 tsk. edik

u.þ.b. 50 g möndlur, hakkaðar

70 g Síríus suðusúkkulaði (konsum), saxað smátt

Ísinn:

2 eggjarauður

1 egg

50 g sykur

21/2 dl rjómi, þeyttur

1 tsk. vanilludropar

200 g Síríus rjómasúkkulaði með hnetum, saxað

Sósa:

1 msk. síróp

100 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)

100 g Síríus rjómasúkkulaði

3 dl rjómi

Leiðbeiningar

Botn: Þeytið hvíturnar vel og setjið svo sykurinn út í og edikið og þeytið þar til sykurinn er uppleystur. Blandið möndlunum og súkkulaðinu saman við með sleikju. Bakið við 110°C í u.þ.b. 40 mín. Ísinn: Þeytið eggin og sykurinn vel saman, blandið þeyttum rjómanum og vanillunni saman við með sleikju. Saxið súkkulaðið smátt og blandið því saman við. Setjið botninn í form, hellið ísnum yfir og frystið, helst yfir nótt. Sósa: Setjið allt í pott við lágan hita og látið malla í u.þ.b. 3 mín. Berið strax fram með tertunni. Athugið: Þessi terta geymist vel og lengi í frysti. Takið tertuna út nokkru áður en hún er borin fram, u.þ.b. 30 mínútur.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT