recipe pic

Rice Krispies bollakökur með lakkrískurli og brjóstsykri

Innihald

300 g rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus
130 g Rice Krispies morgunkorn
75 g Nóa kónga brjóstsykur, fínmulinn
150 g Síríus Konsum lakkrískurl

Leiðbeiningar

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði í aðskildum skálum, þ.e. hverja gerð af súkkulaði fyrir sig. Blandið Rice Krispies saman við bráðið súkkulaðið ásamt því sælgæti sem talið er upp í viðkomandi uppskrift.

Fyllið múffumót úr pappír með súkkulaðikurlinu. Leyfið kökunum að harðna í kæli. Þekið kökurnar með súkkulaðikremi, dökku, hvítu eða lituðu, eða súkkulaðihjúp og skreytið með sælgæti eða kökuskrauti.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT