recipe pic

Espresso-súkkulaðikaka

Innihald

4 egg
100 g sykur
korn úr 1 vanillustöng
100 g hveiti
þrefaldur espresso

Súkkulaðimús:
1¾ dl rjómi
1½ dl sýrður rjómi
300 g Síríus Konsum 56% súkkulaði
2 msk koníak (má sleppa)
50 g smjör, lint

Leiðbeiningar

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt og blandið hveitinu og kornunum úr vanillustönginni saman við með sleif eða sleikju. Setjið deigið í vel smurt lausbotna tertuform, 24 cm í þvermál, og bakið í 10-15 mínútur við 180°C. Kælið tertubotninn og losið hann úr forminu en setjið síðan hringinn af forminu aftur utan um botninn og bleytið hann vel með espresso-kaffinu.
Setjið rjóma og sýrðan rjóma í pott og látið suðuna koma upp við vægan hita. Takið pottinn af hitanum. Brjótið súkkulaðið í bita og setjið það út í, látið það bráðna og bragðbætið með koníaki ef vill. Hrærið lint smjörið saman við súkkulaðimúsina þar til hún verður gljáandi, slétt og falleg. Hellið súkkulaðimúsinni ofan á tertubotninn og látið stífna. Skreytið með ávöxtum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT