recipe pic

Frönsk súkkulaðikaka að hætti nágrannans

Innihald

300 g púðursykur
½ bolli sterkt kaffi (espressó)
200 g Síríus Konsum Orange súkkulaði
100 g Síríus Konsum 70% súkkulaði
100 g Síríus rjómasúkkulaði
250 g smjör, lint
6 egg

Leiðbeiningar

Hitið púðursykur og kaffi í potti, bætið öllu súkkulaðinu út í og bræðið við vægan hita. Setjið smjörið síðan út í og hrærið þar til það hefur bráðnað. Kælið aðeins. Stífþeytið eggin og hrærið þau varlega saman við súkkulaðimassann. Setjið deigið í vel smurt og hveitistráð lausbotna 24 cm hringform. Bakið kökuna í um 1½ klst við 150°C. Gott er að setja ávexti ofan á kökuna eða bera þá fram með henni ásamt þeyttum rjóma.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT