recipe pic

Hunangshnetuterta

Innihald

Tertubotnar:
100 g smjör, kalt
135 g sykur
300 g hveiti
1 egg, stórt
½ msk vatn, kalt (ef þarf)

Fylling:
225 g pekanhnetur
200 g heslihnetur
150 g púðursykur
100 g hunang
4 dl rjómi
1 dl mjólk
½ tsk salt
Glassúr:
3 dl rjómi
1 msk hunang
1 msk Konsum kakó
200 g Síríus Konsum suðusúkkulaði
50 g pekanhnetur
50 g heslihnetur
200 g Síríus 56% súkkulaði
Nóa súkkulaðirúsínur, magn eftir smekk

Leiðbeiningar

Blandið öllu nema vatninu saman. Hnoðið deigið og bætið við vatni ef blandan er of þurr og molnar mikið. Pakkið deiginu í plastfilmu og geymið það í kæli í 1 klst. Fletjið það svo út í tvo botna, 24 cm í þvermál.


Grófsaxið hneturnar. Setjið síðan allt hráefnið í pott og hitið þar til suðan kemur upp. Lækkið hitann og látið malla áfram við vægan hita í um 20 mínútur, eða þar til massinn er orðinn karamellukenndur. Látið hann kólna aðeins.
Setjið annan tertubotninn í tertumót, 24 cm í þvermál. Hellið fyllingunni yfir og sléttið úr henni. Kælið í 30 mínútur og hitið ofninn í 200°C á meðan. Leggið hinn tertubotninn ofan á fyllinguna og bakið kökuna neðarlega í ofni í 30 mínútur. Kælið hana vel og setjið glassúrinn yfir. Gott er að bera ís eða þeyttan rjóma fram með kökunni.

Hitið rjóma, hunang og kakó saman í potti. Brjótið súkkulaðið í bita og bræðið það í heitri blöndunni. Setjið pekan- og heslihneturnar út í og látið glassúrinn kólna dálítið. Hellið honum síðan yfir kökuna og stráið súkkulaðirúsínum yfir. Kælið kökuna nokkra stund áður en hún er borin fram.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT