
Kókosterta með súkkulaðimús
Innihald
Kókosbotn:
4 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kókosmjöl
Súkkulaðimús:
50 g smjör
150 g Síríus Konsum 56% eða 70% súkkulaði
4 eggjarauður
60 g flórsykur
½ dl rjómi
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 150°C og smyrjið lausbotna 24 cm tertumót vel. Þeytið eggja-hvítur og sykur mjög vel saman og blandið kókosmjölinu gætilega saman við. Hellið deiginu í mótið og bakið botninn í um 35 mínútur. Kælið hann vel áður en músin er sett yfir. Leggið hann svo á disk og setjið hringinn af lausbotna forminu utan um hann.
Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Þeytið eggjarauður og flórsykur mjög vel saman. Blandið súkkulaðibráðinni gætilega saman við. Þeytið rjómann og blandið honum saman við músina. Hellið henni síðan yfir kókosbotninn og kælið þar til músin er stíf. Skreytið með ávöxtum, t.d. granateplafræjum.