recipe pic

Marensterta með Nóa Trompbitum og ferskum berjum

Innihald

4 eggjahvítur
200 g sykur
½ l rjómi
300 g Nóa Trompbitar
Fersk ber, t.d. jarðarber og rifsber

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvítur og sykur mjög vel saman, eða þar til það er orðið alveg stíft. Skiptið marensinum í tvennt og mótið tvo 24 cm hringi á pappírsklæddri bökunarplötu. Bakið botnana í miðjum ofni í 1 klst. Lækkið þá hitann í 100°C og bakið í 30 mínútur í viðbót. Látið botnana kólna alveg.

Þeytið rjómann. Skerið Trompbitanna í sneiðar og blandið meirihlutanum af þeim saman við þeytta rjómann. Dreifið rjómanum á annan botninn. Myljið hinn botninn mjög gróft og dreifið mulningnum yfir rjómann. Skreytið með berjunum og afganginum af Trompbitunum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT