recipe pic

Ómótstæðileg hnetukaka

Innihald

Botn:

1 bolli möndlur, saxaðar
150 g brasilíuhnetur, grófsaxaðar (má einnig nota pekan- eða valhnetur)
1 1/2 bolli kókosmjöl
200 g rúsínur
1/2 bolli hveiti
1/2 bolli Konsum kakó
1 tsk. kanill
100 g Síríus rjómasúkkulaði með hnetum, saxað
150 g Síríus Konsum suðusúkkulaði, saxað
1/4 bolli hunang
1/4 sultað engifer (má sleppa en nota sama magn af marmelaði)
1/2 bolli appelsínu marmelaði
60 g smjör

Súkkulaðikrem:

150 g Síríus Konsum suðusúkkulaði, brætt 30 g smör, brætt

Leiðbeiningar

Botn:

Smyrjið 20 sm lausbotna kökuform, leggið örk af bökunarpapír í botninn á forminu og smyrjið pappírinn. Blandið saman möndlunum, hnetunum, kókkosmjölinu, engiferinu og rúsínunum. Sigtið saman hveiti, kakó og kanil og bætið út í hnetublönduna. Setjið súkkulaði, hunang, marmelaði og smjör í pott og hitið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Blandið súkkulaðiblöndunni út í þurrefnin og þrýstið deiginu í formið. Kælið kökuna í forminu og losið hana síðan varlega úr og setjið á disk. Útbúið kremið.Súkkulaðikrem:

Þeytið brætt súkkulaði saman við smjörið og smyrjið yfir kökuna.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT