recipe pic

Romm- og súkkulaðikaka

Innihald

Botn:
200 g Síríus Konsum súkkulaði
100 g smjör, í litlum bitum
3 egg, aðskilin
100 g dökkur púðusykur
4 msk. dökkt romm eða 3 tsk. rommdropar
75 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
50 g möndlur, malaðar

Fylling:
250 g Síríus Konsum súkkulaði, í bitum
100 g kalt smjör, í litlum bitum
4 msk. apríkósusulta, maukuð

Súkkulaðikrem:
175 g Síríus Konsum súkkulaði, í bitum
4 msk. rjómi
50 g kalt smjör, í litlum bitum
2 eggjarauður
1 msk. dökkt romm eða 1 tsk. rommdropar

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 170C. Smyrjið hringlaga form, 22 cm í þvermál. Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita og kælið örlítið. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt. Blandið brædda súkkulaðinu, rommi, hveiti, lyftidufti og möndlum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er losuð úr forminu og kæld á kökugrind.

Búið til fyllinguna: Bræðið súkkulaðið í skál í vatnsbaði. Takið skálina úr vatnsbaðinu og hrærið kalt smjörið saman við súkkulaðið. Kælið kremið þar til það verður vel þykkt en samt það mjúkt að auðvelt sé að smyrja því. Kljúfið kökuna í tvo jafnþykka botna. Hitið maukaða apríkósusultuna og smyrjið henni á annan botninn. Þekið botninn því næst með kreminu. Leggið hinn botninn ofan á.

Búið til súkkulaðikremið: Bræðið súkkulaðið ásamt rjóma í skál í vatnsbaði. Takið skálina úr vatnsbaðinu og hrærið kalt smjörið saman við súkkulaðið. Léttþeytið eggjarauðurnar ásamt romminu og þeytið þær síðan saman við súkkulaðið. Látið kremið kólna þar til að það verður nokkuð þykkt. Smyrjið því þá yfir kökuna þannig að það þeki hana alla. Skiljið eftir smávegis af kreminu til að búa til litlar doppur hringinn í kringum kökuna.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT