recipe pic

Súkkulaði-hnetuterta með sykurgljáðum ávöxtum

Innihald

5 egg, aðskilin
100 g sykur
5 msk sykur
170 g Síríus Konsum Orange, saxað
100 g saxaðar valhnetur
125 g saxaðar heslihnetur

Sykurgljáðir ávextir:
2 appelsínur
10 meðalstór jarðarber
½ dl vatn
50 g sykur

Leiðbeiningar

Þeytið saman eggjarauður og 100 g sykur þar til blandan verður létt og ljós. Stífþeytið eggjahvíturnar með 5 msk af sykri og blandið þeim varlega saman við eggjarauðumassann með sleif. Blandið til skiptis söxuðu súkkulaði og hnetum saman við. Setjið bökunarpappír í 25 cm lausbotna hringform og
bakið tertuna í miðjum ofni við 160°C í 30-40 mínútur.
Flysjið appelsínurnar og skerið þær í teninga ásamt jarðarberjunum. Setjið vatn og sykur í pott, hitið að suðu og sjóðið þar til sírópið fer að þykkna. Setjið ávextina í sírópið og sjóðið þá í 1-2 mínútur. Berið ávextina fram með kökunni.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT