recipe pic

Súkkulaði-mokkakaka

Innihald

Svamptertubotnar (2 stk.):
125 g smjör
155 g sykur
3 egg
125 g hveiti
1½ tsk lyftiduft
100 g Síríus Konsum súkkulaðispænir
3 msk vatn, heitt
1 dl sterkt kaffi, kalt

Mokkakrem:
150 g smjör, lint
2 eggjarauður
100 g flórsykur
1 tsk skyndikaffiduft
100 g Síríus 70% súkkulaði, brætt yfir
Glassúr:
125 g flórsykur
1 tsk skyndikaffiduft
2–3 msk sjóðandi heitt vatn
25 g Síríus Konsum súkkulaðispænir

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö, 22 cm tertumót vel. Hrærið smjör og sykur þar til létt og ljóst og þeytið síðan eggjunum saman við, einu í senn. Blandið hveiti, lyftidufti og Síríus Konsum súkkulaðispónum saman og bætið því gætilega út í deigið. Blandið að lokum heitu vatni saman við en gætið þess að deigið verði ekki of þunnt. Hellið deiginu í mótin. Bakið botnana neðarlega í ofni í 4–5 mínútur, eða þar til þeir eru svampkenndir og aðeins farnir að taka lit. Látið þá kólna vel og bleytið síðan í þeim með köldu kaffi.


Hrærið smjörið vel og hrærið síðan eggjarauðunum saman við, einni í einu. Blandið svo flórsykri og skyndikaffidufti saman við og að lokum bráðna súkkulaðinu. Hrærið kremið mjög vel, þar til það er mjúkt og slétt. Smyrjið því á annan tertubotninn og leggið hinn ofan á.


Setjið flórsykurinn í skál. Hrærið skyndikaffiduftið út í 2 msk af heitu vatni og blandið því saman við. Bætið við ½–1 msk af heitu vatni ef glassúrinn er mjög þykkur. Hellið honum ofan á kökuna og skreytið með súkkulaðspónum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT