recipe pic

Súkkulaðiostakaka með Nóa konfektflöskum

Innihald

Möndlubotnar (2 stk.):
100 g möndlur
4 eggjahvítur
160 g sykur
50 g hveiti
50 g Síríus Konsum súkkulaðispænir
Ostakökukrem:
4 matarlímsblöð
2 dl rjómi
400 g rjómaostur
120 g flórsykur
korn úr ½ vanillustöng
100 g Konsum 70% súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði
1 box (210 g) Nóa konfektflöskur

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 180°C. Fínmalið möndlurnar. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum. Blandið hveiti, möndlum og súkkulaðispónum gætilega saman við marensmassann með sleif. Teiknið hringi á bökunarpappír, 24 cm í þvermál, og smyrjið marensinum á pappírinn. Bakið botnana í 10–12 mínútur, eða þar til þeir eru ljósbrúnir.


Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Þeytið rjómann og geymið. Hrærið síðan rjómaost, flórsykur og kornin úr vanillustönginni vel saman. Takið matarlímsblöðin úr vatninu, bræðið þau yfir vatnsbaði, kælið aðeins og hrærið matarlíminu svo saman við ostakremið. Blandið að lokum þeytta rjómanum gætilega saman við.
Leggið annan möndlubotninn á disk og setjið hring af lausbotna tertumóti utan um. Myljið helminginn af konfektflöskunum yfir botninn og dreifið svo helmingnum af ostakreminu yfir. Leggið hinn möndlubotninn ofan á, myljið afganginn af flöskunum yfir hann og dreifið afganginum af ostakreminu yfir.
Hellið bráðnu súkkulaði yfir ostakremið og hrærið gætilega í með hnífsoddi eða gaffli til að búa til marmaramynstur. Kælið kökuna í 2–4 klst.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT