
Súkkulaðiterta með kanil
Innihald
125 g smjör
100 g Síríus Konsum 56% súkkulaði
3 egg
125 g sykur
75 g hveiti
3 tsk kanill
½ tsk lyftiduft
Súkkulaðikrem:
100 g Síríus Konsum súkkulaðidropar
75 g smjör
50 g flórsykur
Leiðbeiningar
Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið það svo aðeins. Þeytið egg og sykur létt og ljóst og hellið brædda súkkulaðinu og smjörinu varlega saman við eggjamassann. Blandið hveiti, kanil og lyftidufti saman við með sleikju. Setjið deigið í vel smurt lausbotna tertumót, 24 cm í þvermál, og bakið tertuna við 150°C
í 30-40 mínútur.
Bræðið súkkulaðidropa og smjör yfir vatnsbaði og hrærið flórsykurinn saman við. Kælið kremið aðeins áður en það er sett á tertuna. Skreytið hana með rifsberjum og berið fram rjóma með henni