recipe pic

Sveskju- og súkkulaðiterta

Innihald

260 g sveskjur, steinlausar
4 msk Grand Marnier
4 msk Konsum kakó
125 g Síríus Konsum suðusúkkulaði
50 g smjör
175 g púðursykur
4 eggjahvítur
8 msk vatn, heitt
85 g hveiti
1 msk kanill

Leiðbeiningar

Látið sveskjurnar liggja í líkjörnum í 2 klst. Hitið ofninn í 190°C. Setjið kakó, súkkulaði, smjör, 140 g púðursykur og vatnið í pott, hitið rólega og hrærið þar til allt er bráðið saman. Látið massann kólna dálítið. Stífþeytið eggjahvíturnar með 35 g af púðursykri. Sigtið hveiti og kanil yfir og blandið því gætilega saman við eggjahvíturnar. Blandið síðan súkkulaðimassanum saman við. Hellið deiginu í lausbotna form, 23 cm í þvermál, og dreifið sveskjunum yfir. Bakið neðst í ofni í um 30 mínútur.
Berið fram þeyttan rjóma með kökunni og sigtið e.t.v. flórsykur yfir hana.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT