recipe pic

Þriggja laga súkkulaðiterta

Innihald

Botn:
165 g sykur
6 egg
165 g hveiti
2 msk Konsum kakó
2 tsk lyftiduft
2 dl kaffi, kalt

Krem 1:
2½ dl rjómi
300 g Síríus 70% súkkulaði


Krem 2:
2½ dl rjómi
300 g Konsum hvítir súkkulaðidropar
Krem 3:
2½ dl rjómi
300 g Síríus rjómasúkkulaði

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið lausbotna 24 cm tertumót vel. Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er orðin ljós og loftmikil. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft yfir og hrærið því varlega saman við eggjablönduna með gaffli eða sleikju. Hellið deiginu í mótið og bakið kökuna neðst í ofni í 25–30 mínútur, eða þar til hún er svampkennd og gullinbrún. Látið hana kólna og skerið hana svo í 4 þunna botna.


Kremin eru öll búin til á sama hátt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, látið það kólna dálítið og blandið því svo gætilega saman við stífþeyttan rjómann.
Leggið einn botninn á fat og setjið hringinn utan af lausbotna tertumótinu utan um hann. Bleytið í botninum með hluta af kaffinu og smyrjið síðan einu kreminu á hann. Leggið annan botn ofan á, bleytið í honum með kaffi og smyrjið kremi á hann. Endurtakið með þriðja botninn og kremið og leggið að lokum botninn sem eftir er ofan á. Látið kökuna standa í kæli í minnst 3 klst.

Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við mjög vægan hita. Takið pottinn af hellunni og hrærið mjólk og sírópi saman við. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kælda kökuna og skreytið hana með hindberjum. Gott er að bera þeyttan rjóma fram með kökunni.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT