recipe pic

Valhnetuterta með te-glassúr

Innihald

100 g smjör
200 g Konsum hvítir súkkulaðidropar
220 g valhnetur
3 egg
1 dl hrásykur
4 msk ljóst síróp
1 dl hveiti
börkur af 1 appelsínu eða sítrónu eftir smekk
1 tsk vanillusykur

Te-glassúr:
25 g lint smjör
2 msk vel sterkt svart te
150 g flórsykur

Leiðbeiningar

Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Fínmalið 50 g af valhnetunum og grófmalið afganginn. Þeytið egg, hrásykur og síróp vel saman og blandið því varlega saman við brædda súkkulaðið. Blandið hveiti, hnetum, appelsínuberki og vanillusykri saman og setjið það saman við eggja- og súkkulaðimassann. Setjið bökunarpappír í 22 cm lausbotna tertumót og bakið kökuna í miðjum ofninum við160°C í 40 mínútur. Kælið kökuna áður en glassúrinn er settur yfir.

Bræðið smjörið í heitu teinu og hrærið flórsykurinn út í. Kælið glassúrinn og setjið yfir kökuna. Skreytið með valhnetum eða rifnum berki af appelsínum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT