recipe pic

Heimatilbúið páskaegg

Innihald

400 g rjómasúkkulaði eða annað
Súkkulaði frá Nóa Síríus s.s. Sírus Konsum
Páskaeggjaform + form fyrir fótinn á egginu

Leiðbeiningar

Aðferð:
Fínsaxið 3/4 af súkkulaðinu og bræðið yfir vatnsbaði við vægan hita. Takið af hitanum. Bætið afgangnum af súkkulaðinu í heilu lagi út í bráðið súkkulaðið og látið það leysast alveg upp. Látið súkkulaðið kólna aðeins eða þangað til það verður seigfljótandi.

Setjið bráðið súkkulaðið í bæði páskaeggjaformin og veltið formunum til þar til þau eru þakin súkkulaði alveg upp að brún. Í bæði formin fer u.þ.b. 10-12 msk. súkkulaði. Passið að súkkulaðiskelin verði ekki of þunn og þykkust við brúnina til að auðveldara sé að festa helmingana saman.

Fyllið formið fyrir fótinn á egginu af bráðnu súkkulaði.

Setjið formin í frysti eða kæliskáp í u.þ.b. 10-15 mín. Losið súkkulaðiskeljarnar úr formunum með því að þrýsta köntunum á forminu upp og niður, en þá á súkkulaðiskelin að losna úr mótinu. Ef súkkulaðið losnar ekki fljótt er gott að setja formin aftur í smástund í kælinn og prófa síðan aftur.

Ath. Ef formin eru sett í frysti verður súkkulaðið stökkt þannig að það þarf að fara varlega svo skelin brotni ekki. Ef skelin brotnar er hægt að bræða súkkulaðið upp á nýtt og byrjar aftur.

Setið súkkulaðiskeljarnar aftur í mótin. Fyllið eggin með góðgæti eftir smekk. Setjið afganginn af brædda súkkulaðinu í sprautupoka. Ef súkkulaðið er orðið of þykkt er hægt að setja það aftur yfir vatnsbað í smástund til að mýkja það upp. Sprautið súkkulaði á brúnina á annari súkkulaðiskelinni og leggið hinn helminginn yfir. Passið að skeljarnar lokist vel. Setið súkkulaðieggið í forminu í kæli í u.þ.b. 15 mín. Losið formin varlega utan af egginu og sprautið mjúku súkkulaði yfir samskeytin á egginu. Sprautið örlitlu af súkkulaði á fótinn og festið eggið ofan á fótinn. Skreytið eggið að utan.

Þeir sem vilja nota dekkra súkkulaði þurfa að hafa það í huga að það tekur lengri tíma að bræða dökkt súkkulaði. Til þess að súkkulaðieggið verði gljáandi má súkkulaðið ekki hitna meira en 32 °C við bræðslu. Gott er að mæla hitastigið á súkkulaðinu meðan það er að bráðna í vatnsbaðinu með kjöthita

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT