recipe pic

Bananasamloka með Pralín

Innihald

12 sneiðar, hvítt samlokubrauð
3 bananar, vel þroskaðir, skornir í þunnar sneiðar
200 g Pralín með myntufyllingu

Álpappír
Flórsykur

Ferskir ávextir í bitum með smávegis af sítrónusafa (má sleppa)

Leiðbeiningar

Skerið skorpuna utan af brauðinu. Þekið helminginn af brauðsneiðunum með bönunum og skiptið Pralín súkkulaðinu á milli. Leggið aðra brauðsneið yfir. Pakkið hverri samloku inn í álpappír og grillið í 4 mínútur á hvorri hlið við meðalhita í lokuðu grillinu. Slökkvið á grillinu og látið samlokurnar standa áfram í 4 mínútur. Losið álpappírinn utan af samlokunum, skerið þær í tvennt og sáldrið örlitlum flórsykri yfir þær. Einnig er hægt að búa til ávaxtasalat og bera fram með samlokunum. Borðið strax á meðan brauðið er heitt.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT