recipe pic

Bananasplitt með Pralín myntusósu

Innihald

Pralín myntu-íssósa:
400 g Pralín með myntufyllingu
150 ml vatn

6 þroskaðir bananar skornir í tvennt eftir endilöngu
4 ískúlur að eigin vali á mann
6 msk. salthnetur grófsaxaðar

þeyttur rjómi
sykruð kirsuber

Leiðbeiningar

Pipp myntu-íssósa:
Hitið vatn í potti að suðu. Brjótið súkkulaðið niður og látið bráðna í vatninu. Hrærið í þar til sósan verður jöfn og slétt. Kælið sósuna.

Setjið einn heilan banana skorin í tvennt á hvern disk. Raðið fjórum ískúlum á milli bananahelminganna. Hellið íssósunni yfir ískúlurnar. Sáldrið hnetunum yfir súkkulaðisósuna. Sprautið rjóma ofan á og skreytið með sykruðum kirsuberjum. Berið strax fram.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT