recipe pic

Grillaðir ávextir með blönduðum Pralín molum

Innihald

um 1,2 kg af ferskum ávöxtum, t.d. mangó, bananar, ananas, perur og græn epli
3 msk. sykur
3 msk. sítrónusafi

álpappír

ís að eigin vali, t.d. vanilluís
1 poki af blönduðum Pralín molum

Leiðbeiningar

Afhýðið ávextina og skerið í 2 cm bita. Stráið sykri yfir þá og dreypið sítrónusafa yfir. Rífið góða lengju af álpappír og setjið ávextina á miðjuna á pappírnum. Leggið brúnirnar á álpappírnum saman fyrir ofan fyllinguna og brjótið upp á þær tvisvar sinnum. Brjótið síðan upp á endana til að loka bögglinum. Hitið grillið á meðalhita og grillið ávextina á efri grind í u.þ.b. 25 mínútur. Setjið eina ískúlu á hvern disk. Opnið álpokann og skiptið ávöxtunum ásamt safanum af þeim á milli diskanna. Takið Pralín molana úr umbúðunum, skiptið þeim á milli diskanna og leggið ofan á heita ávextina. Látið molana bráðna örlítið ofan í ávextina áður en rétturinn er borinn fram.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT