recipe pic

Heilgrilluð epli fyllt með karamellu Pralín

Innihald

6 epli að eigin vali
6 lítil Pralín með karamellufyllingu

álpappír

250 ml rjómi, þeyttur

Leiðbeiningar

Skolið eplin að utan og skerið kjarnann innan úr þeim. Búið til lítinn tappa úr álpappírnum og stingið honum í gatið á neðanverðum eplunum. Brjótið einn mola af hverju súkkulaði stykki og geymið. Stingið afganginum af súkkulaðinu eplin. Pakkið hverju epli um sig vel inn í álpappír. Hitið grillið á meðalhita. Látið eplin standa á efri grindinni á grillinu og grillið þau í 20 mínútur. Takið eplin úr álpappírnum og setjið á diska. Stingið einum súkkulaðimola ofan í hvert epli. Berið strax fram með þeyttum rjóma.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT