recipe pic

Mjólkurhristingur með Pralín karamellusósu

Innihald

Pralín karamellu-íssósa:
400 g Pralín með karamellufyllingu
150 ml vatn


2 lítrar af vanilluís – takið 6 ískúlur frá
400 ml köld mjólk – má setja minna ef hristingurinn á að vera þykkur

kókosmjöl
kex að eigin vali
rör

Leiðbeiningar

Hitið vatn í potti að suðu. Brjótið súkkulaðið niður og látið bráðna í vatninu. Hrærið í þar til sósan verður jöfn og slétt. Kælið sósuna

Þeytið ís og mjólk saman með rafmagnssprota eða í blandara. Einnig er hægt að mýkja ísinn í örbylgjuofni en þá er mjólkinni sleppt. Hellið íssósu og ís sitt á hvað í 6 glös. Setjið eina ískúlu efst og hellið afganginum af sósunni yfir. Skreytið með kókosmjöli og kexi. Berið strax fram.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT