recipe pic

Ís með heitri Pralín karamellusósu

Innihald

Heit Pralín karamellu-íssósa:
400 g Pralín með karamellufyllingu
100 ml vatn


3 ískúlur að eigin vali á mann
250 ml rjómi, þeyttur
50 g möndluflögur, ristaða á pönnu
200 g fersk ber s.s. hindber, bláber eða jarðarber

Leiðbeiningar

Hitið vatn í potti að suðu. Brjótið súkkulaðið niður og látið bráðna í vatninu. Hrærið í þar til sósan verður jöfn og slétt.


Skiptið ríflega helmingnum af heitri Pralín karamellu-íssósunni á milli 6 skála. Raðið þremur ískúlum í hverja skál. Hellið afganginum af sósunni yfir ísinn. Setjið þeyttan rjóma í skálarnar, til hliðar við ísinn, og skreytið með ristuðum möndluflögum og ferskum berjum. Berið strax fram.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT