recipe pic

Hátíðarstangir með Nóa Bismark

Innihald

150 g möndlur, fínmalaðar
125 g sykur
1 eggjahvíta
100 g Síríus Konsum 56% súkkulaði
1 poki Nóa Bismark-brjóstsykur,
mulinn fremur smátt

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman möluðum möndlum, sykri og eggjahvítu. Leggið bökunarpappír á bökunarplötu, mótið um 5 cm langa fingur úr deiginu og bakið þá ofarlega í ofni í 6–7 mínútur. Látið þá kólna alveg. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Stingið öðrum endanum á hverri köku í bráðið súkkulaðið og veltið honum svo upp úr muldum brjóstsykrinum. Raðið fingrunum á bökunarpappír og látið súkkulaðið storkna alveg.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT