recipe pic

Hvítar trufflur

Innihald

400 g Konsum hvítir súkkulaðidropar
1 dl rjómi
50 g smjör, lint
1-2 msk balsamedik, helst ljóst (má sleppa)
1½ dl flórsykur eða kókosmjöl

Leiðbeiningar

Brjótið súkkulaðið í bita. Hitið rjómann að suðu og takið svo pottinn af hitanum. Bætið súkkulaðinu út í og bræðið það í rjómanum. Hrærið lint smjörið saman við og bragðbætið e.t.v. með balsamediki. Setjið blönduna í skál og kælið hana þar til hún er orðin vel stíf. Mótið kúlur úr massanum og geymið þær í kæli. Stráið flórsykri eða kókosmjöli yfir trufflurnar áður en þær eru bornar fram.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT