
Kókostoppar með marsipani
Innihald
2 eggjahvítur
160 g sykur
160 g kókosmjöl
100 g Lubeca marsipan, rifið
1 appelsína, safi og börkur
200 g Síríus Konsum suðusúkkulaði
Leiðbeiningar
Þeytið eggjahvítur og sykur mjög vel saman. Blandið kókosmjöli og rifnu marsipani varlega saman við eggjamassann og þar næst fínrifnum appelsínuberkinum og safanum. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu og mótið toppa úr því. Bakið í miðjum ofninum við 175°C í
20-25 mínútur eða þar til topparnir eru orðnir ljósbrúnir. Kælið kökurnar. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, dýfið botninum á hverri köku um sig í súkkulaðið og látið kólna á bökunarpappír þar til súkkulaðið hefur storknað.