Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Rice Krispies bitar með súkkulaði og hnetusmjöri
U.þ.b. 25 stk.
Leiðbeiningar
Rice Krispies bitar
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg og setjið til hliðar. Setjið hnetusmjör, sykur, púðursykur og síróp saman í pott og hitið yfir meðalháum hita þar til sykurinn er bráðinn. Hellið brædda súkkulaðinu saman við og hrærið vel. Setjið Rice Krispies í stóra skál, hellið súkkulaðiblöndunni yfir og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Súkkulaðiblandan er þykk í sér svo það þarf að hafa aðeins fyrir því að hræra allt saman. Setjið smjörpappír í eldfast mót (u.þ.b. 32 x 22 cm). Setjið blönduna í mótið og þrýstið vel niður. Gott er að setja smjörpappír ofan á og þrýsta öllu með höndunum svo það þéttist betur saman. Setjið inn í kæli á meðan þið útbúið súkkulaðitoppinn.
Toppur
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði ásamt smjöri og sírópi þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg og hrærið vel saman. Hellið súkkulaðinu yfir mótið og dreifið vel úr. Skreytið með súkkulaðiperlum. Kælið í minnst klukkustund. Takið Rice Krispiesið út og skerið í litla bita. Geymist í kæli þar til bitarnir eru bornir fram. Gott er að raða bitunum í box með smjörpappír á milli hæða.
Innihald
Rice Krispies bitar
250 g Síríus rjómasúkkulaði
170 g hnetusmjör
50 g sykur
70 g púðursykur
200 g síróp
200 g Rice Krispies
Toppur
250 g Síríus suðusúkkulaði
50 g smjör
2 msk síróp
130 g Síríus súkkulaðiperlur