Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Snúðar með karamellukurli
Um það bil 30 stykki
Leiðbeiningar
Blandið saman vatni, matarolíu, sykri, salti, kardimommum og geri.
Setjið hveiti í hrærivélarskál, bætið gerblöndunni saman við og hrærið saman.
Látið deigið lyfta sér í rúma klukkustund.
Hnoðið deigið með hveiti og fletjið út, smyrjið smjörlíkinu á, stráið kanilsykrinum og karamellukurli yfir og rúllið upp.
Skerið í um það bil 3 cm sneiðar, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og látið lyfta sér aftur í um það bil 30 mínútur.
Bakið í um 20 mínútur í 180°C heitum ofni.
Innihald
1 kg hveiti
u.þ.b. 2 bollar 37°C heitt vatn
2 msk matarolía
1⁄2 tsk sykur
1 tsk salt
1 tsk kardimommur
1 msk ger
150 g smjörlíki (við stofuhita)
3 msk kanilsykur
150 g Nóa karamellukurl