Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Súkkulaðibrauðbollur
Um það bil 16 stykki
Leiðbeiningar
Setjið ger saman við volgt vatn og bætið salti, sykri og kardemommudropum. Bætið smjörinu saman við ásamt sýrðum rjóma og eggjum. Hnoðið síðan helmingnum af hveitinu og súkkulaðidropunum saman við deigið. Athugið að deigið á að vera aðeins klístrað. Látið hefast í skálinni undir volgum klút í um það bil 30-45 mínútur. Hnoðið og notið hveiti eftir þörfum. Mótið í um 16 bollur og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 20 mínútur undir rökum klút. Penslið bollurnar með léttþeyttu eggi og bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur.
Innihald
1 pakki þurrger (11 g)
2 dl volgt vatn
1 1⁄2 tsk salt
3 msk sykur
2-3 tsk kardemommudropar
100 g smjör, mjúkt
4 dl sýrður rjómi (18%)
2 egg
200 g Síríus suðusúkkulaði dropar
700 g hveiti