Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Ísterta

Leiðbeiningar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.
2. Bræðið smjör og súkkulaði varlega saman í potti. Bætið sykrinum út í.
3. Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós.
4. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggin og hrærið rólega á meðan.
5. Blandið saman hveiti, kakói, lyftidufti og salti, hrærið saman við
súkkulaðiblönduna.
6. Smyrjið 22 cm smelluform (gott að setja smjörpappír í hliðar formsins líka)
og hellið deiginu í formið. Bakið í 20-25 mín. Leyfið kökunni að kólna alveg að
stofuhita.
7. Þeytið rjómann vel.
8. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál þar til
blandan myndar borða.
9. Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju.
10. Bætið lakkrískurlinu út í ísblönduna og blandið saman með sleikju.
11. Hellið deiginu yfir brúnkubotninn, hyljið með plastfilmu og geymið í frysti í a.m.k.
12 klst.
12. Skreytið með jarðarberjum og fersku rósmarín

Innihald

Brúnkubotn
100 g smjör
150 g Síríus suðusúkkulaði
150 g sykur
2 egg
30 g hveiti
20 g Síríus kakóduft
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
Ís
500 ml rjómi
6 eggjarauður
170 g púðursykur
300 g Síríus lakkrískurl
Skraut
Jarðarber
Ferskt rósmarín