Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Nóa kropp skyrkaka með hvítu súkkulaði og ferskum jarðarberjum
Leiðbeiningar
Myljið Nóa Kroppið gróflega og setjið í form. Þeytið rjómann. Hrærið vanilluskyr og brædda, hvíta súkkulaðidropa varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni yfir Nóa Kroppið. Skreytið með berjum og Nóa Kroppi. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.
Innihald
200 g Nóa Kropp
500 ml rjómi
700 g vanilluskyr
300 g Síríus hvítir dropar, bræddir
Skraut
250 g jarðarber, fersk
100 g Nóa Kropp